Danir hafa verið framarlega í rannsóknum á notkun hormónaraskandi efna og áhrifum þeirra, ekki síst á börn. Meðal þess sem danskir vísindamenn hafa rannsakað eru hrakandi sæðisgæði. Samkvæmt rannsóknum reyndust aðeins 23% ungra danskra karlmanna með viðunandi sæðisframleiðslu.