Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Léku lagið „Ég er kominn heim“ á kirkjuklukkur

Mynd: Viðar Hákon Gíslason / RÚV

Léku lagið „Ég er kominn heim“ á kirkjuklukkur

16.06.2018 - 14:23

Höfundar

Lagið „Ég er kominn heim“ var leikið á kirkjuklukkur Hallgrímskirkju rétt áður en leikur Íslands gegn Argentínu hófst í dag.

Organisti Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson, lék á klukkurnar. 

Hægt er að sjá klukkurnar hringja og heyra lagið hér fyrir ofan.

Þá var þjóðsöngur Íslendinga leikinn á klukkurnar um það leiti sem þjóðsöngurinn var sunginn fyrir landsliðið á vellinum í Moskvu.