Lekagögnin ítarlegri en skattrannsóknargögnin

04.04.2016 - 18:12
epaselect epa05242948 Photo shows the building where the office of Panamanian law firm Mossack Fonseca is located in Panama City, Panama, 03 April 2016. 11 million documents from Mossack Fonseca database were leaked allegedly exposing high profile tax
Félagið Leiftri var stofnað af lögfræðiskrifstofunni Mossac Fonseca á Seychelles-eyjum í ársbyrjun 2006. Mynd: EPA - EFE
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir gögnin sem fjallað var um í Kastljósi í gær að einhverju leyti þau sömu og embættið keypti á sínum tíma, þó virðist sem lekagögnin séu eitthvað ítarlegri.

Grunur um refsiverð brot í 30 málum

Hún segir að búið sé að greina gögnin sem stofnunin hefur undir höndum  og borin saman við skattskil og aðrar upplýsingar. 30 málum hafi verið haldið eftir þar sem grunur leikur á refsiverðum brotum, öðrum málum hefur verið vísað til Ríkisskattstjóra.

Með meiri upplýsingar í sumum málum

„Það sem ég get sagt að því er varðar þennan leka almennt, sem núna er til umfjöllunar og þá fjölmiðlaumfjöllun sem verið hefur bæði í dag og í gær, þá virðist mér sem þessi leki sé af sama meiði og þær upplýsingar og þau gögn sem við höfum undir höndum og festum kaup á á síðasta ári.  Þó sýnist mér að í þessum leka séu fleiri félög undir. Mér virðist þó að við séum með meginþorrann og að einhverju leyti ríkari upplýsingar í einstaka málum" segir Bryndís Kristjándóttir.
 

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV
holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi