Leitar að hálfbróður sínum á Íslandi

07.09.2017 - 14:35
Mynd með færslu
 Mynd: Viktoría Hermannsdóttir - Facebook
Bandaríkjamaðurinn David Balsam freistar þess að finna hálfbróður sinn á Íslandi þegar hann kemur til landsins í október eða fá upplýsingar um örlög hans. Faðir Davids, Roderick Donald Balsam, var hermaður Bandaríkjahers í seinni heimstyrjöldinni og eignaðist son á Íslandi í kringum 1944 til 1945.

David heldur að móðir drengsins hafi heitið Guðbjörg Tómasdóttir en hún gæti hafa borið annað nafn. David setti sig í samband við Viktoríu Hermannsdóttur, dagskrárgerðarkonu, sem var með þætti á Rás 1 og báru yfirskriftina Ástandsbörnin.

Í þáttunum var rætt við börn íslenskra kvenna og erlendra hermanna. Viktoría segir að margir hafi sett sig í samband við hana, sérstaklega frá Bandaríkjunum, í von um að finna hálfsystkini og aðra ættingja sín hér á landi. David er einn þeirra og biður Viktoría þá sem kunna einhver deili á föður davids að hafa samband við sig.

larao's picture
Lára Ómarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi