Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Leikskólanum 101 lokað tímabundið

21.08.2013 - 15:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Leikskólanum 101 hefur tímabundið verið lokað meðan á rannsókn Barnaverndar Reykjavíkur á meintu harðræði starfsfólks við börn stendur yfir. Ákvörðunin var tekin af stjórnendum skólans. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur málið til skoðunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að engar athugasemdir hafi verið gerðar við aðbúnað barnanna við reglubundið eftirlit á leikskólanum á þessu ári. Þá hafi foreldrakönnun meðal foreldra barnanna í vor ekki heldur gefið ástæðu til athugasemda eða frekara eftirlits. 

Skóla- og frístundasvið hyggst í samstarfi við forsjármenn barna í Leikskólanum 101 boða til fundar þar sem farið verður yfir tilefni rannsóknarinnar og leiðir til úrbóta.