Leikin kvikmynd í fullri lengd !

Mynd: Reykjavíkurborg / RÚV

Leikin kvikmynd í fullri lengd !

19.06.2015 - 16:25

Höfundar

Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri var í kvikmyndanámi í París þegar hún fékk hugmyndina að fyrstu myndinni sinni, Á hjara veraldar. Á þeim tíma voru margar áhrifamiklar konur í Evrópu leikstjórar og framleiðendur, svo Kristínu fannst meira en sjálfsagt að stefna á eigin leikna mynd í fullri lengd.

Svo var ekki um alla hér heima, enda fyrirmyndir að konum sem stjórnendum kvikmynda fáar sem engar. "Þetta kom svo flatt upp á menn að ég skyldi ætla mér að gera langa leikna mynd að þeir voru bara einhvern veginn afvopnaðir, held ég. Ég held að það hafi verið mikið atriði í þessari vinnu minni að þetta var svona tangarsókn sem menn áttu alls ekkert von á."

Kristín Jóhannesdóttir hlaut á þjóðhátíðardaginn riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, og var sama dag útnefnd sem borgarlistamaður Reykjavíkur 2015. 

Kristín er gestur í Samfélaginu í dag.