Leggjast gegn hærri framlögum til kirkju

08.09.2015 - 18:50
Egilsstaðakirkja
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn því að framlög ríkisins til kirkjumála verði aukin og segja brýnt að aðskilja ríki og kirkju sem allra fyrst.

Í ályktun frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS, segir að í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 sé gert ráð fyrir að framlög til málaflokksins aukist um tæpar 410 milljónir króna. Framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar hækki því um rúmar 70 milljónir króna eða 4,8% á milli ára.

SUS segir það ekki eiga að vera eitt af hlutverkum hins opinbera að standa í rekstri trúfélaga. Þá sé óeðlilegt að ríkisvaldið geri einu trúfélagi hærra undir höfði en öðrum. Mikilvægt sé að gætt sé jafnræðis svo öll trú- og lífsskoðunarfélög sitji við sama borð.

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi

Skjöl