Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Leggja til fjögurra ára íþróttabann á Rússa

epa05022867 (FILE) A file picture dated 23 February 2014 of the Olympic flag (L) and the Russian flag (R) during the Closing Ceremony of the Sochi 2014 Olympic Games in the Fisht Olympic Stadium in Sochi, Russia. The ruling athletics body IAAF Council
 Mynd: EPA - EPA FILE

Leggja til fjögurra ára íþróttabann á Rússa

26.11.2019 - 00:46
Nefnd á vegum Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA, leggur til að Rússar fái fjögurra ára bann frá öllum íþróttagreinum. Rússum er gefið að sök að hafa falsað gögn frá lyfjaeftirliti heima fyrir, sem voru svo afhent rannsakendum. 

Nefndin leggur nú tillöguna fyrir fund WADA í París í desember. Þar kemur í ljós hvort bannið verður samþykkt. Verði svo, eiga Rússar á hættu að missa af Ólympíuleikunum í Tókíó á næsta ári. Auk þess er hætta á því að St. Pétursborg verði ekki ein af gestgjafaborgum Evrópumóts landsliða í fótbolta á næsta ári, því í tillögu nefndarinnar er einnig lagt bann við því að Rússar verði gestgjafar, eða geti sótt um að verða gestgjafar, á nokkru íþróttamóti þessi fjögur ár sem bannið er í gildi.

Í yfirlýsingu WADA segir að gögnin sem bárust frá Rússlandi hafi hvorki verið fullunnin né verið frumgögn. Búið var að eyða gögnum sem notuð voru til grundvallar lyfjaprófana, og pdf-skjölum hafði einnig verið eytt. Þá var búið að fjarlægja hluta af niðurstöðum þeirra gagna sem bárust WADA. Mörg gagnanna voru frá árunum 2016 og 2017, þegar lyfjahneyksli Rússa kom fyrst á yfirborðið. Nýjustu upplýsingar WADA ná hins vegar til byrjunar þessa árs. 

Rússneskir einstaklingar geta enn tryggt sér keppnisrétt á mótum þó Rússland verði dæmt í bann. Þeir verða þó að færa sönnur á því að þeir hafi ekki verið hluti af svikabrigslum rússneska lyfjaeftirlitsins síðustu ár. 

Tengdar fréttir

Íþróttir

WADA samþykkir Rússa á ný

Ólympíuleikar

Lyfjamisnotkun Rússa á vitorði yfirvalda