Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leggja til 20% aukningu í laxeldi á landsvísu

19.03.2020 - 12:39
Arnarlax, Laxeldi Sjókvíar, Fiskeldi, Arnarborg, Iðnaður, Tálknafjörður. Dróni.
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.is
Hafrannsóknastofnun leggur til í nýrri ráðgjöf að laxeldi verði nær tvöfaldað á Austfjörðum og að leyfilegt laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn.

Laxeldi er ekki leyfilegt í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi sem stendur. Stofnunin leggur til að 12.000 tonna eldi verði leyft í Djúpinu og 2.500 tonna eldi í Önundarfirði.

Þá er líka gert ráð fyrir að eldi verði leyft í fyrsta skipti í Seyðisfirði, upp á 6.500 tonn, og nær tvöföldun á eldi í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, fari þar samanlagt í tæp 30 þúsund tonn.

Við þetta myndi laxeldi á landsvísu aukast um 20% og fara yfir 100 þúsund tonn.

Ráðgjöfina má nálgast hér.