Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Leggja ríginn til hliðar og halda þorrablót

25.01.2019 - 20:04
Mynd:  / 
Íþróttafélögin Breiðablik, HK og Gerpla í Kópavogi halda í fyrsta sinn saman þorrablót í kvöld og er von á 1.200 gestum. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir lítið mál að leggja ríginn á milli félaganna til hliðar eina kvöldstund. Fólk eigi börn sem æfi með fleiri en einu félagi og auk þess sé ýmis konar samstarf í gangi á milli félaganna.

Jóhannes Stefánsson, kokkur og þorrakóngur á Múlakaffi, var í óða önn að leggja lokahönd á veisluborðið í Kórnum og var rætt við hann í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Hann stóð í ströngu enda verður boðið upp á mörg hundruð kíló af þorramat í kvöld. Sjálfur kann hann best að meta hrútspunga. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV