Jóhannes Stefánsson, kokkur og þorrakóngur á Múlakaffi, var í óða önn að leggja lokahönd á veisluborðið í Kórnum og var rætt við hann í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Hann stóð í ströngu enda verður boðið upp á mörg hundruð kíló af þorramat í kvöld. Sjálfur kann hann best að meta hrútspunga.