Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Launaramminn tilbúinn

25.10.2015 - 18:03
Mynd með færslu
 Mynd: Hallgrímur Indriðason - RÚV
Þokkalegur gangur er í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið. Rammi launahækkana liggur fyrir en eftir er að ákveða hvernig hækkanir dreifist yfir samningstímann.

Ekki fæst uppgefið hvort hækkanirnar séu í samræmi við upphaflegar kröfur félaganna sem vildu sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir hlutina þokast í samningsátt en þó launaramminn liggi fyrir verði ekki samið í kvöld eða nótt. Meðal annars sé eftir að ræða ýmis þung sérmál er varði til dæmis vinnufyrirkomulag vaktavinnufólks.