Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Laun þingmanna, ráðherra og forseta hækka

19.11.2015 - 20:59
Mynd með færslu
 Mynd: Malín Brand
Laun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna, dómara og forstöðumanna ríkisstofnana hækka um 9,3% - afturvirkt frá 1. mars, síðastliðnum, samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs.

Eftir breytinguna verða alþingismenn með 712.000 á mánuði, ráðherrar með 1.257.000, nema forsætisráðherra sem fær 1.391.000 á mánuði. Forseti íslands fær nú rúmlega 2.300.000 í mánaðarlaun. Í úrskurði Kjararáðs segir að þar sem meginlínur í kjarasamningum séu nú orðnar skýrar geti ráðið úrskurðað um almenna launahækkun og lagt niðurstöðu gerðardóms um hækkanir BHM félaga og hjúkrunarfræðInga til grundavallar. Meðalhækkanir þeirra félaga nema 9,3% í ár - ýmist frá 1. mars eða 1. maí. Launahækkun þingmanna, ráðherra, forseta og forstöðumanna ríkisstofnana er hins vegar talsvert meiri en þau 3,2 - 7,2% sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði í ár.

 

 

Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV