Laugardagslög Daða Freys

Söngvakeppnin úrslitakvöld 3.mars í Laugardalshöll
 Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Laugardagslög Daða Freys

15.06.2019 - 12:35
Laugardagslögin þessa helgina eru í boði Daða Freys, sem gaf út sína aðra plötu fyrr í vikunni. Daði Freyr slóg í gegn með þátttöku sinni í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 þegar hann lenti í öðru sæti með lagið Hvað með það? og hefur síðan glatt þjóðina með góðri tónlist og skemmtilegum ábreiðum.

Tilheyra - Daði Freyr, Árný Fjóla
Hér er um að ræða eitt brakandi ferskt af nýju plötu Daða Freys en í þessu lagi fær hann Árnýju Fjólu, eiginkonu sína til að syngja með sér. Gæsahúð.

Churchyard - AURORA
AURORA er norsk söngkona og lagahöfundur sem gaf út sína fyrstu plötu árið 2015, aðeins 19 ára gömul. Tónlist hennar hefur verið líkt við tónlistarkonur eins og Florence and the Machine, Lana Del Rey, Lorde og Björk. Churchyard er lag af plötunni Infections Of A Different Kind - Step 1 sem kom út í fyrra.

Fearless - Banglist
Fearless er fyrsta lag íslensk-norsk hljómsveitarinnar Banglist sem hefur vakið töluverða athygli í tónlistarsenu Berlínar undanfarið.

Hungry Child - Hot Chip
Hot Chip er bresk hljómsveit sem hefur verið starfandi frá árinu 2000 en Hungry Child er lag af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, A Bath Full of Ecstasy, sem kemur út 21. júní.

chenge yr mind - LCD Soundsystem
Chenge yr mind er lag af plötunni american dream sem hljómsveitin gaf út árið 2017. Tónlistarstíl hljómsveitarinnar hefur oft verið lýst sem dans-pönki eða dans-rokki og þetta lag fylgir þeim stíl sannarlega.

Up all Night - FM Belfast
Flestir ættu að kannast við íslensku hljómsveitina FM Belfast sem spilar poppaða dans- og raftónlist. Up all Night er af breiðskífu hljómsveitarinnar Island Broadcast sem kom út árið 2017.  

Solitaire - Hermigervill
Hermigervill er listamannsnafn tónlistarmannsins Sveinbörns Thorarensen en Solitaire er lag af fjórðu plötu hans, II.

Veist af mér - Huginn
Huginn kom brakandi ferskur inn í rappsenu Íslands á síðasta ári og er líklega með vinsælli tónlistarmönnum landsins um þessar mundir. Huginn er hluti af KBE og vinnur mikið með Herra Hnetusmjör en saman gáfu þeir nýlega út plötuna Dögun.

Swallow - Jökull Logi
Jökull Logi gaf út sína fyrstu plötu í fyrra en hafði fyrir það gefið út lög til dæmis með Daða Frey. Swallow er nýjasta lag Jökuls sem kom út fyrr á árinu.

Make it Better - Anderson Paak ásamt Smokey Robinson
Anderson Paak er bandarískur söngvari og rappari sem hefur meðal annars verið tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir bestu Urban-nútíma plötuna árið 2016. Í apríl á þessu ári gaf hann út plötuna Ventura þar sem lagið Make It Better er að finna.  

Laugardagslög RÚV núll eru vikulegur liður á vefsíðunni með það eitt að markmiði að keyra þig í gang. Við mælum með að fylgja Spotify lagalistanum fyrir fullkomna uppskrift að stuði á hverjum laugardegi. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Rafmögnuð kántríábreiða í tilefni nýrrar plötu