Laugardagslög Bríetar

Mynd með færslu
 Mynd: BRÍET

Laugardagslög Bríetar

03.08.2019 - 13:35
Söngkonan Bríet gaf út nýtt lag og myndband í vikunni sem ber heitið Day Drinking. Bríet kemur víðsvegar fram um helgina, meðal annars á Flúðum, Höfn í Hornafirði og Útipúkanum í Reykjavík.

Day Drinking - Black Saint, BRÍET
Nýlega kom út lagið Day Drinking með þeim BRÍET OG Black Saint. Einnig kom myndband við lagið sem er tekið upp hérlendis. Gífurlega gott lag hér á ferð.

Somebody Else - The 1975
Enska rokk hljómsveitin The 1975 hóf ferilinn árið 2002 og hefur verið að gera það gott síðan þá. 

Dancing In the Dark - Bruce Springsteen
Lagið Dancing In the Dark kom út árið 1984 á plötunni Born in the U.S.A.. Bruce Springsteen sá Bítlana í The Ed Sullivan Show eftir það ákvað hann að kaupa sér gítar og fór að koma fram, hann sér ekki eftir því í dag.

Fire Burning - Sean Kingston
Tónlistarmaðurinn Sean Kingston er fæddur í Bandaríkjunum en ólst upp í Kingston, höfuðborg Jamaíku. Sean hefur komið fram hér á Íslandi á menntaskólaballi. 

Alone - Halsey, Calvin Harris, Stefflon Don
Tónlistarkonan Halsey setti lagið Alone sem upprunanlega er með Calvin Harris í nýjan búning. þetta ætti að koma þér í gírinn á dansgólfinu.

Missing U - Robyn
Lagið Missing U kom út árið 2018 á plötunni Honey. Lagið fékk verðlaun á Grammy verðlaunahátíðinni sem lag ársins.

Losing You - Solange 
Söngkonan Solange Knowles hefur verið að gera það gott bæði í söng og leik, fleiri kannast þó kannski við systur hennar sem er engin önnur en Beyoncé Knowles. Fyrr á þessu ári gaf Solange út nýja plötu sem ber nafnið When I Get Home.

Sunflower - Post Malone, Swae Lee
Popp lagið Sunflower kom út árið 2018 og sló í gegn. Lagið var gert fyrir kvikmyndina Spider-Man: Into the Spider-Verse.

Complicated - Mura Masa, Nao
Lagið Complicated kom út árið 2018. Söngkonan Nao lærði söng í Guildhall School of Music and Drama, eftir útskrift kendi hún söng í nokkur ár í suður London. Árið 2014 gaf hún út nokkur lög á SoundCloud og þá fór boltinn að rúlla.

Dance Wiv Me - Dizzee Rascal, Calvin Harris, Chrome
Lagið Dance Wiv Me kom út árið 2009 á plötunni Ready for the Weekend.