Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Látinn maður fundinn sekur um skattsvik

11.07.2013 - 08:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Dómstóll í Moskvu hefur úrskurðað að rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky sé sekur um skattsvik. Málið þykir einstakt þar sem það var höfðað að Magnitsky látnum. Hann var fangelsaður eftir að hann gagnrýndi spillingu yfirvalda og lést í fangelsi fyrir þremur árum.

Mannréttindasamtök telja að rússnesk stjórnvöld hafi valdið dauða Magnitskys þar sem honum var neitað um læknisaðstoð í fangelsinu.  Málið hefur haft áhrif á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna þar sem Pútínstjórnin bannaði ættleiðingar barna til Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaþing setti lög til höfuðs þeim sem þau fullyrtu að bæru ábyrgð á dauða Magnitskys.