Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Langbesta bók Ragnars Jónassonar

Mynd: Bjartur / Bjartur

Langbesta bók Ragnars Jónassonar

21.11.2017 - 17:49

Höfundar

Mistur, eftir Ragnar Jónasson, er þrælspennandi bók að mati Kolbrúnar Bergþórsdóttur og Sigurðar Valgeirssonar gagnrýnenda Kiljunnar. „Þarna er spennan þannig að manni er stundum ekki rótt.“

„Þetta er frábærlega vel uppbyggð bók,“ segir Sigurður Valgeirsson. „Hún er knöpp. Maður getur byrjað að lesa hana á aðfangadagskvöld og klárað áður en maður fer að sofa.“ Hann segir að bókin sé trúverðug og persónusköpun til fyrirmyndar.

Kolbrún bendir unnendum spennusagna á að lesa bókina um jólin því að hún gerist um hátíðarnar. „Hún er þrælspennandi. Þarna er spennan þannig að manni er stundum ekki rótt.“ Kolbrún segist ekki alltaf hafa verið ánægð með bækur Ragnars, en Mistur sé hans langbesta. „Það sem hann gerir þarna svo fantavel er að byggja upp spennu sem stigmagnast.“