Landvernd kærir Kröflulínu 4

21.11.2016 - 18:10
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar
 Mynd: ruv
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd og Fjöregg hafa kært í annað sinn framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 að Bakka.

 

Skútustaðahreppur veitti Landsneti leyfið skömmu fyrir síðustu mánaðamót, en Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi í kjölfar kæru sömu samtaka.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að úrskurður úrskurðarnefndarinnar beri með sér að það hefði átt að fara fram umverfismat á fleiri þáttum en Landsnet hafði látið gera. 

„Og við teljum að ákvörðunin sem Skútustaðahreppur tók núna, semsagt sú seinni, ekki uppfylla þessa annmarka, að umhverfismat hafi ekki farið fram á nægilega mörgum valkostum,“ segir Guðmundur Ingi. „Þá erum við bæði að líta til annarra leiða í kringum Leirhnjúkshraunið og svo líka jarðstrengi. Og það má bæta því við líka að við teljum nauðsynlegt að skoða málið hvað varðar hið svokallaða Bóndhólshraum og víðerni á svæðinu að sama skapi." 
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi