Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Landtenging skipa afar hagkvæm

27.01.2016 - 15:58
Mynd: Anton Brink / Ruv.is
Kostnaður við búnað um borð í togara svo hann geti notað rafmagn úr landi í stað ljósavélar, knúinnar með olíu, greiðist upp á hálfu öðru ári. Ávinningurinn er því bæði á hinu umhverfislega sviði og hinu efnahagslega.

Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík hefur sett fram áætlun um hvernig eitt sjávarútvegsfyrirtæki, Þorbjörn hf í Grindavík geti aukið rafmagnsnotkun á línubátum félagsins og togara, bæði á veiðum og við bryggju.

Hnakkaþon heitir samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarúrvegi sem býður nemendum að taka þátt í samkeppni um lausn verkefna sem tengjast íslenskum sjávarútvegi. Sigurvegarar í ár eru fimm nemendur í vél og orkutækni,viðskiptafræði og lögfræði, Guðjón Smári Guðmundsson, Ingi Svavarsson, Hjálmar Óskarsson, Margrét Lilja Hjaltadóttir og Hrönn Vilhjálmsdóttir. Verkefni þeirra fólst í að setja fram hugmyndir um hvernig mætti gera Þorbjörn hf að grænna fyrirtæki og þau lögðu til grundvallar Parísarráðstefnuna um loftslagsmál, þar sem teknar voru ákvarðanir um skref til lækkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér má hlusta á Guðjón Smára og Inga Svavarsson segja frá niðurstöðum hópsins.

jongk's picture
Jón Guðni Kristjánsson
Fréttastofa RÚV