Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Landsmönnum fjölgar hægt og bítandi

17.07.2012 - 14:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsmönnum fjölgaði um 100 á öðrum ársfjórðungi en í lok júní bjuggu 320.160 manns á landinu. Þar af voru erlendir ríkisborgarar 20.570. Frá byrjun apríl til loka júní fæddust 1.160 börn á landinu.

610 manns fluttu frá Íslandi, umfram aðflutta. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra Íslendinga á þessu tímabili, en þangað fluttust 340. Samtals fluttu 610 til hinna Norðurlandanna, þó ekki Finnlands.

Af þeim 910 erlendu ríkisborgurum sem fluttu frá Íslandi fóru flestir til Póllands, 350 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, samstals 430 af 650.