Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Landsmönnum fjölgaði um 470

16.01.2012 - 09:45
Mynd með færslu
 Mynd:
319.560 manns bjuggu á Íslandi í lok árs samkvæmt tölum Hagstofunnar. 160.360 karlar og 159.200 konur.

Landsmönnum fjölgaði um 470 á fjórða ársfjórðungi. 70 einstaklingar fluttu frá landinu umfram aðflutta þar af 15 með íslenskt ríkisfang. Erlendir ríkisborgarar voru 20.930 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 203.570 manns.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 240 manns á 4. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 370 íslenskir ríkisborgarar af 620 alls. Af þeim 720 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 210 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (220), Noregi (140) og Svíþjóð (90), samtals 450 manns af 610. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 260 til landsins af alls 660 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 40 erlendir ríkisborgarar til landsins.