Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Landsbankinn selur Iceland Foods

09.03.2012 - 15:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Slitastjórn Landsbanka Íslands hefur selt allan hlut Landsbanka Íslands í verslunarkeðjunni Iceland Foods til Oswestry Acquico, félags sem yfirstjórnendur Iceland foods eiga með fjárfestum.

 Meðal eiganda er Malcolm Walker forstjóri Iceland foods. Söluverðið miðast við að heildarverðmæti Iceland Foods sé rúmlega  einn og hálfur milljarður sterlingspunda að því er segir í tilkynningu slitastjórnar. Hlutur gamla Landsbankans var 67% og má því ætla að fyrir hlutinn hafi fengist rúmlega milljarður punda eða um 200 milljarðar króna.