Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Landsbankinn sektaður um 15 milljónir

25.02.2019 - 12:05
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbankinn
Landsbankinn hefur ákveðið gangast undir 15 milljóna króna sektargreiðslu til Fjármálaeftirlitsins. Með því viðurkennir Landsbankinn að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2018 þegar honum láðist að tilkynna um breytingu á verulegum eignarhluta í Heimavöllum og að hafa láðst að tilkynna um verulega hlut atkvæðisréttar innan lögbundins tímafrests.

Brotin varða við 78. og 86. grein laga um verðbréfaviðskipti, þar sem kveðið er á um svokallaða flöggunarskyldu. Í gagnsæistilkynningu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að brot á umræddum greinum geta varðað stjórnvaldssektum allt frá 500 þúsund krónum og allt upp í 800 milljónir, en geti þó verið hærri eða allt að 10 prósent af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi. Segir í tilkynningunni að í máli þessu hafi verið litið til þess að Landsbankinn tilkynnti sjálfur um öll brotin. 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV