Landsbankinn: Enn óútkljáð álitamál

19.10.2012 - 15:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsbankinn telur jákvætt að gengið hafi dómur sem varpar frekara ljósi á það hvernig Hæstiréttur telur að standa eigi að endurreikningi gengistryggðra lána.

Að mati bankans staðfestir dómur Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka fordæmisgildi dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar um gildi fullnaðarkvittana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbanka. Þar segir jafnframt að enn séu óútkljáð álitamál sem hafi verið send dómstólum eða verði send þeim á næstunni og nauðsynlegt sé að fá skorið úr áður en hægt verði að ljúka öllum útreikningum.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi