Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Landhelgisgæslan biðst afsökunar á ónæði

01.10.2013 - 10:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Eldvarnakerfi varðskipsins Þórs fór í gang í gærkvöld og hljómuðu þokulúðrar skipsins um stóran hluta Reykjavíkur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ekki hafi verið hætta á ferðum, viðvörunarkerfið hafi gefið röng skilaboð sem varð til þess að þokulúðrarnir fóru í gang.

Unnið sé að því að finna orsökina svo koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Landhelgisgæslan biðst velvirðingar á að borgarbúar hafi orðið fyrir ónæði.