Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Læstist inni eftir lúr á klósetti

10.01.2018 - 06:53
Mynd með færslu
 Mynd: http://www.nbc24.com/
Lögreglan í Kópavogi fékk sérkennilegt símtal réttt fyrir miðnætti í gærkvöld. Í símanum var maður sem var læstur inni í fyrirtæki þar í bæ.

Hann kvaðst hafa þurft að nota klósettið, en sofnað þar inni. Þegar hann vaknaði voru allir farnir og hann komst ekki út úr húsinu. Lögreglumenn brugðu skjótt við og redduðu málunum og var maðurinn frelsinu feginn, að sögn lögreglu.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV