Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lægsta tekjuskattsþrep verður 31,44 prósent

Mynd: RÚV / RÚV
Tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um og verður lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.

Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar sem kynnir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fjármálaráðuneytinu.

Samkvæmt frumvarpinu mun fyrirhuguð lækkun tekjuskatts koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022 áður. Sagði Bjarni að við þetta hækki ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu um rúmlega 120 þúsund krónur á ári. Heildarumfang aðgerðarinnar er um 21 milljarður króna á ári.

Samkvæmt þessu verður lægsta skattþrep 31,44 prósent sem er lægra en upphaflega var boðað. Næsta þrep fyrir ofan verður prósentustigi hærra.

Fyrsti þriðjungur lækkunarinnar kemur til framkvæmda á næsta ári og tveir þriðju til framkvæmda árið 2021.

 

Magnús Geir Eyjólfsson