Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kynnisferðir segja upp 59 starfsmönnum

28.03.2019 - 16:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Kynnisferðir hafa tekið ákvörðun um að segja upp 59 starfsmönnum fyrirtækisins. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi síðdegis. Rúmlega 400 manns hafa starfað hjá Kynnisferðum en fyrirtækið hefur verið starfrækt frá árinu 1968. 

Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segir í tilkynningu að rekstrarumhverfið hafi breyst mikið að undanförnu. Þegar WOW air hefur hætt rekstri komi færri ferðamenn til landsins. 

„Þá munum við ekki sjá um áhafnaakstur Icelandair sem hefur verið umfangsmikil starfsemi hjá okkur. Við höfum sinnt þessum akstri í 40 ár en í kjölfar útboðs Icelandair fer þetta verkefni nú annað," segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. 

,,Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegt áfall fyrir þá starfsmenn sem missa vinnuna. Við munum standa að þessu eins vel og mögulegt er en það breytir því ekki að þetta er mjög erfitt," segir Björn ennfremur.

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV