Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kynngimögnuð leiksýning um Harry Potter

Mynd:  / 

Kynngimögnuð leiksýning um Harry Potter

17.02.2019 - 10:15

Höfundar

Harry Potter and the Cursed Child er byggt á sögu J.K. Rowling, skrifað af Jack Thorne og leikstýrt af John Tiffany. Leikritið hefur komið út á íslensku, Harry Potter og bölvaða barnið, sem Ingunn Snædal þýddi. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir flaug til Lundúna og sá uppsetningu á leikritinu Harry Potter and the Cursed Child í Palace Theater.

Leikritið var fyrst sett upp í Lundúnum 2016 og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan þá, uppselt er á hverja sýningu marga mánuði fram í tímann þrátt fyrir að sýningin taki rúmlega fimm tíma, svo langt að það þarf að skipta henni í tvennt. Leikritið hefur nú verið tekið til sýningar í fimm borgum, en nýlega bættust við New York, San Francisco, Hamborg og Melbourne.

Sagan gerist 19 árum eftir að síðustu skáldsögu bókaflokksins um Harry Potter eftir J.K. Rowling líkur. Hún segir frá Albus Severus, yngsta syni Harrys, og frá Scorpius Malfoy, sem er sonur Draco Malfoy, helsta óvinar Harrys á skólaárunum. Albus og Scorpius stela tímabreyti og ákveða að ferðast til fortíðarinnar, en þeim tekst að snúa svo mikið upp á söguna að allt fer úrskeiðis, þegar þeir snúa aftur til nútíðar hverfa þeir í heim þar sem Voldemort ræður ríkjum. Söguhetjurnar þurfa nú að leggja allt í sölurnar til að leiðrétta söguna.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir fjallaði um upplifun sína á Harry Potter and the Cursed Child, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur 16. febrúar 2019. Lesari með henni er Jóhannes Ólafsson.