Kynlausir klefar ekki í boði í sundi

Mynd: RÚV núll  / RÚV núll

Kynlausir klefar ekki í boði í sundi

12.04.2018 - 20:00

Höfundar

Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú kominn í loftið á vef RÚV. Í þessum lokaþætti þáttaraðarinnar er fjallað um kynsegin fólk.

Kynsegin fólk skilgreinir sig utan hefðbundinnar kynja tvíhyggju, það er utan hugmyndarinnar um karla og konur.

Alda Villiljós, viðmælandi þáttarins, lýsir því hvernig hán upplifði sig útilokað úr íslensku samfélagi vegna þess að tungumálið hafði ekki þá breidd sem þurfti til að tala um kynsegin fólk. Sú breyting hefur þó orðið á að persónufornafnið hán hefur rutt sér rúms í íslenskri tungu og beygist í hvorugkyni eins og orðið lán. 

Hér er: Hán
Um: Hán
Frá: Háni
Til: Háns

Í þættinum er einnig talað við Braga Valdimar Skúlason, íslenskumann, um þessa nýju tungumálanotkun. 

Hinseginleikinn er sex þátta röð um hinsegin fólk. Þátturinn er framleiddur af RÚV núll, nýrri þjónustu RÚV fyrir ungt fólk. Þetta er síðasti þáttur þáttaraðarinnar. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Leitaði lækningar en reyndist eikynhneigð

Mannlíf

Langvarandi veikindi eftir aðgerðir á kynfærum

Mannlíf

Telja skáp hinsegin fólks tilheyra fortíðinni

Mannlíf

Fær nýja nafnið ekki viðurkennt í skólanum