Kvöldfréttir í beinni: Fordæmalaus neitun

09.12.2018 - 18:50
Forseti Alþingis telur það fordæmalaust að sérfræðingar eða fagaðilar neiti að vinna með þingnefnd. Anna Kolbrún Árnadóttir ætlar að sitja áfram í velferðarnefnd. Skortur á hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarrýmum skýrir það að álagið á bráðalegudeildum Landspítalans keyrði um þverbak í síðustu viku, segja yfirlæknir og forstjóri spítalans. Öryggi sjúklinga sé ekki tryggt. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í kvöldfréttum RÚV.

Nærri tvær milljónir manna eru enn á vergangi í Írak, ári eftir að stjórnvöld lýstu yfir sigri á Íslamska ríkinu. Hjálparsamtök segja landið afskipt og fjársvelt. 

Nokkrir áhugamenn um nýtingu þörunga standa nú fyrir tilraunaræktun á þeim á landi. Hópurinn bindur vonir við að ræktunin verði sjálfbær og að nýta megi þörungana í mat og lyfjaiðnaði.

Tíu ára stúlka á Húsavík hefur lesið meira en eitt hundrað bækur á árinu. Blaðsíðurnar eru orðnar yfir 18.700.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV