Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kviknaði í bát út frá logsuðu

17.10.2019 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhanns Jónsson - RUV.is
Eldur kom upp í bát sem var í slipp í húsnæði Skipavíkur í Stykkishólmi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Álfgeiri Marinóssyni, slökkviliðsstjóra Stykkishólms og nágrennis, lítur út fyrir að slökkvistarfi fari að ljúka. Slökkvilið Ólafsvíkur og Grundarfjarðar aðstoðuðu við að ráða niðurlögum eldsins.

Báturinn var dreginn út úr húsinu. Með því var hægt að koma í veg fyrir að eldur breiddist út, segir hann. 

Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, segir að eldur hafi komið upp þegar verið var að sjóða í bátnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Þar kemur fram að mikinn reyk hafi lagt frá bátnum. 

 

 

Katrín Ásmundsdóttir
dagskrárgerðarmaður