Kvíði og þunglyndi stórt vandamál

Mynd: - - / Creative Commons Creative Common

Kvíði og þunglyndi stórt vandamál

20.09.2018 - 14:04
Kvíði og þunglyndi eru eitt stærsta vandamál sem ungt fólk glímir við í dag. Geðfræðslufélagið Hugrún hefur það að markmiði að veita ungu fólki geðfræðslu.

Kristín Hulda Gísladóttir, formaður félagsins, segist finna fyrir auknum áhuga á geðfræðslu, bæði meðal háskólanema og framhaldsskólanema. Hún segir framhaldsskólanemendur marga vera mjög meðvitaða og augljóst að forvarnarstarf er að skila sér.

Kvíði og þunglyndi er þó enn vandamál hjá ungu fólki og virðist bara vera að aukast. Kristín segir það mikilvægt að þekkja merkin hjá sjálfum sér og fólkinu í kringum sig og leita sér aðstoðar.

Einhverjar rannsóknir hafa tengt aukinn kvíða og þunglyndi meðal ungs fólks til samfélagsmiðla. Þó svo að þeir geti verið ein ástæða þess eru að sjálfsögðu fleiri hlutir í samfélaginu sem að geta haft áhrif á fólk. 

Hugrún heldur úti heimasíðunni gedfraedsla.is en þar má finna ýmiskonar upplýsingar um hinar ýmsu geðraskanir og þau úrræði sem í boði eru.

Kristín var gestur í Núllinu og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.