Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kveðjustund í Kambódíu

Mynd:  / 

Kveðjustund í Kambódíu

04.05.2018 - 12:42

Höfundar

Eins og kunnugt er hafa Árný og Daði varið síðustu mánuðum í Kampot í Kambódíu. Nú er komið að því að þau leggi land undir fót því til stendur að koma við á nokkrum stöðum áður en heim er haldið.

Förinni er heitið til höfuðborgarinnar Phnom Phen, þaðan til Siem Riep og til landamæra Laos. Þá ætla þau að kanna suðurhluta Laos áður en haldið verður til norður Víetnam, að hitta gamla vini og skoða sig um. Þaðan liggur leiðin til Kína þar sem dvölinni lýkur og flogið verður til Íslands.

Í þessum lokaþætti frá ævintýrum þeirra í Kambódíu gera þau upp tímann í Kampot og búa sig undir ferðalagið sem framundan er. Þau Árný og Daði ætla að halda áfram að deila ferðasögunni á facebook síðu sinni fyrir þá sem vilja fylgjast með framhaldinu.