Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kröpp lægð nálgast landið

12.12.2018 - 07:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það verður sunnan- og suðaustan strekkingsvindur og skúrir víða um land, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi með hita 5 til 10 stig. Heldur hægara og úrkomuminna þegar líður á daginn og kólnar heldur í veðri.

Langt suður í hafi er mjög kröpp lægð, sem hreyfist hratt norður á bóginn, að því er kemur fram í veðurpistli dagsins. Það hvessir af suðaustri í kvöld og nótt þegar hún nálgast landið. Á morgun siglir lægðin þvert yfir land og gengur þá í suðaustan hvassviðri eða -storm og rignir víða, nema fyrir norðan þar sem helst þurrt lengst af. Hlýnar aftur í veðri og síðan áfram stíf suðaustanátt og vætusamt fram á helgi, en úrkomulaust að kalla á Norðurlandi

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV