Kristján Jóhannsson flytur aríur og sönglög í Eldborg

Mynd með færslu
 Mynd: -

Kristján Jóhannsson flytur aríur og sönglög í Eldborg

24.03.2020 - 10:35

Höfundar

Kristján Jóhannsson flytur aríur og sönglög við undirleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar í beinni útsendinu úr Eldborgarsal Hörpu.

Í ríkjandi samkomubanni hefur flestum listviðburðum og tónleikum verið aflýst eða frestað um hríð. Til að létta lund og lyfta geði landsmanna í inniverunni hafa Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska Óperan tekið höndum saman í samstarfi við RÚV og senda lifandi tónlistarflutning heim í stofu.

Boðið verður upp á beint tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir og munu nokkrir af okkar fremstu tónlistarmönnum stíga á stokk.

Á efnisskrá Kristjáns Jóhannssonar og Bjarna Frímanns Bjarnasonar eru eftirfarandi verk:

  • Nino Rota: Parla più piano
  • Árni Thorsteinsson: Enn ertu fögur sem forðum
  • Eyþór Stefánsson: Bikarinn
  • M. Schrader: Enn syngur vornóttin
  • Sigfús Einarsson: Gígjan
  • Ruggiero Leoncavallo: Recitar... Vesti la giubba

Dagskrá næstu daga:

  • Miðvikudagur 25.3. kl. 11: Mozart á miðvikudegi - hin undurfallega Serenaða í c-moll eftir W. A. Mozart í flutningi blásaraoktetts úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
  • Fimmtudagur 26.3. kl.11: Rússneskir ljóðasöngvar og vinsælir slagarar í flutningi Nathalíu Druzin Halldórsdóttur og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. 
  • Föstudagur 27.3. kl. 11: Hið ómótstæðilega Dúó Stemma skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Heima í Hörpu: Tangóar og tríó

Klassísk tónlist

Gissur Páll og Árni Heiðar í Eldborg

Klassísk tónlist

Daglegt tónlistarstreymi úr Eldborg heim í sófa