Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Kristín ekki í forsetaframboð

12.04.2012 - 18:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta í sumar.

Kristín hefur verið orðuð við forsetaframboð en í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum segist hún enn eiga verkum við Háskólann ólokið og þar geti hún mest lagt af mörkum. Mörg brýn verkefni bíði þar úrlausnar og að þeim vilji hún vinna næstu misseri.