Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Krefur slitastjórn Glitnis um bætur

12.04.2012 - 07:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Endurskoðunarfyrirtækið Pricewaterhouse Coopers hefur krafið slitastjórn Glitnis um 82 milljóna króna bætur auk vaxta og innheimtukostnaðar vegna málshöfðunar stjórnarinnar gegn fyrirtækinu í New York í fyrra og hitteðfyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Dómstóll í New York vísaði málinu frá í lok árs 2010 , en slitastjórnin áfrýjaði málinu og hafði frest til 3. janúar á þessu ári til að leggja fram gögn. Þá féll slitastjórn Glitnis frá áfrýjuninni. Pricewaterhouse Coopers segir að slitastjórn Glitnis hafi haldið málinu opnu í eitt ár eftir frávísunardóminn og það hafi haft kostnað í för með sér fyrir fyrirtækið og skaðað orðstýr þess. Mál slitastjórnar Glitnis gegn Pricewaterhouse Coopers á íslandi verður þingfest í dag.