Köttur lifði af sex hæða fall

Mynd með færslu
 Mynd:

Köttur lifði af sex hæða fall

10.03.2013 - 19:41
Kötturinn Snati þarf að ganga með spelkur næstu vikurnar eftir að hann datt út um glugga, niður sex hæðir og á steypta gangstétt. Dýralæknar sögðu ótrúlegt að hann skyldi lifa fallið af.

Í ljós kom að Snati var brotinn á tveimur fótum auk þess sem hann hlaut aðra minni háttar áverka. 

„Og þær ætluðu ekki að trúa því upp á dýraspítala að hann hafði lifað af og sérstaklega að það hafi ekki verið neinar innvortis blæðingar eða alvarlegri áverkar", segir Una Stefánsdóttir, eigandi Snata.

 En nú er allt á réttri leið og segir Una Snata braggast vel.

„Þetta er bara ótrúlegt. Hann er eiginlega bara komin af stað, nennir ekki þessu gipsi hérna og malar og borðar, rosa duglegur".

En þó bein Snata séu smá, tekur svolítið langan tíma fyrir þau að jafna sig.

„Ef allt gengur vel þá verðum við orðin góð í apríl", segir Una