Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kosningarnar kosta um 350 milljónir króna

20.09.2017 - 12:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Gera má ráð fyrir að alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi muni kosta ríkissjóð 350 milljónir króna. Undirbúningur fyrir kosningarnar er hafinn.

Fréttastofa sendi innanríkisráðuneytinu fyrirspurn um hvort undirbúningur fyrir kosningarnar væri hafinn, og hver áætlaður kostnaður við þær væri. Svar ráðuneytisins er eftirfarandi:

Kosningar til Alþingis haustið 2016 kostuðu 350 milljónir króna og má gera ráð fyrir að kostnaður verði svipaður við komandi kosningar.

Í dómsmálaráðuneytinu er undirbúningur hafinn með hefðbundnum hætti. Utankjörfundarkosning getur hafist frá og með deginum í dag og skrá yfir listabókstafi framboða síðustu kosninga á að birtast í dag.

Vefurinn kosning.is verður virkjaður vegna kosninganna og má búast við að hann geti farið af stað eigi síðar en í vikulok.

 

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV