Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kosningar í Mósambík

15.10.2019 - 09:24
epa07921899 People wait in line prior to vote outside a polling station in Chimoio, Manica Province, Mozambique, 15 October 2019. Some 12.9 million Mozambican voters will choose the President of the Republic, ten provincial assemblies and their governors, as well as 250 members of the Assembly of the Republic.  EPA-EFE/ANDRE CATUEIRA
Biðraðir voru við kjörstaði í Mósambík í morgun. Mynd: EPA-EFE - LUSA
Kosningar fara fram í Mósambík í dag og er litið á þær sem prófstein á friðarsamkomulag sem undirritað var fyrir fimm árum. Kosnir varða fulltrúar á þing landsins, héraðsstjórar og forseti.

Talsverð spenna hefur verið í aðdraganda kosninganna og hafa erlend ríki sent út viðvaranir þegna sína í Mósambík um hættu á átökum á kjördag.

Búist er við að Filipe Nyusi verði endurkjörinn forseti og að flokkur hans Frelimo fari með sigur úr þingkosningunum. Héraðsstjórar eru nú kosnir í fyrsta skipti, en áður voru þeir skipaðir af forseta landsins.

Gert er ráð fyrir að Ossufo Momade, leiðtogi Renamo, helstu fylkingar stjórnarandstöðunnar, verði kjörinn héraðsstjóri í Nampula-héraði, en forverar hans hafa allir verið úr Frelimo.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV