Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Kosning: Maður ársins 2015

28.12.2015 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hver er maður ársins 2015 að þínu mati? Rás 2 hefur tekið við tilnefningum undanfarna viku og tekið saman lista með þeim tíu sem oftast voru tilnefndir. Taktu þátt í kosningunni hér.

Kosningin stendur yfir til kl. 16 miðvikudaginn 30. desember. Á gamlársdag verður síðan Manni ársins veitt viðurkenning í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2.

Björk Guðmundsdóttir

Fyrir baráttu sína í þágu íslenskrar náttúru.

Fanney Björk Ásbjörnsdóttir

Barðist við ríkið til að fá ný lyf við lifrarbólgu C. Barátta hennar varð  m.a. til þess að allir lifrarbólgu C-sjúklingar á landinu fá ný lyf.

Guðmundur Viðar Berg og Halldór Sveinsson

Lögreglumenn sem björguðu tveimur drengjum frá drukknun í Hafnarfirði.

Kári Stefánsson

Barist fyrir uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, Decode gaf Landspítalanum meðal annars jáeindaskanna að verðmæti 800 milljóna króna. 

Hagaskólastelpur

Sigurvegarar í Skrekk – hæfileikakeppni grunnskólanna.

Hermann Ragnarsson

Vinnuveitandi og hjálparhella albanskrar fjölskyldu sem var vísað úr landi en fékk svo ríkisborgararétt.

Sigrún Geirsdóttir

Synti yfir Ermasund fyrst íslenskra kvenna.

Sævar Helgi Bragason

Formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Fyrir ötult starf við að vekja áhuga fólks á stjörnufræði og vísindum, meðal annars gaf hann grunnskólabörnum sólmyrkvagleraugu.

Þórunn Ólafsdóttir

Fyrir hjálparstarf á grísku Eyjunni Lesbos þar sem hún tók á móti flóttamönnum.

Þröstur Leó Gunnarsson

Leikari og sjómaður. Bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar fiskibáturinn Jón Hákon frá Bíldudal sökk. Hefur síðan vakið athygli á öryggismálum sjómanna, t.d. hugsanlegum göllum í björgunarbúnaði.

 

- Kosningu er lokið -

atli's picture
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn
bergsteinn's picture
Bergsteinn Sigurðsson
dagskrárgerðarmaður
gudrunsoley's picture
Guðrún Sóley Gestsdóttir
dagskrárgerðarmaður