Kvikmyndin Steel Magnolias eftir leikstjórann Herbert Ross byggist á leikriti eftir Robert Harling. Myndin fjallar um ungan snyrtifræðing sem flytur í smábæ og fær sér vinnu á nálægri hárgreiðslustofu. Þar kynnist hún hópi kvenna sem eiga í nánu vinasambandi og bjóða hana velkomna í hópinn. Meðal leikara eru þær Dolly Parton, Shirley MacLaine, Olympia Dukakis og Sally Field.
„Ég var ekki búin að sjá Steel magnolias þegar ég lék í leikritinu,“ segir María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og leikkona. Leikritið var sett upp hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar árið 1998 og bar þá nafnið Stálblóm. „Ég hefði áreiðanlega leikið hlutverkið mitt aðeins öðruvísi ef ég hefði séð myndina fyrst.“