Ungu arkítektarnir á arkitektastofu í höfuðborg Bæjaralands vilja byggja sex hæðir ofan á Buckingham höllina sem verið hefur aðsetur konungdæmisins síðan árið 1837. Með þeim hætti megi skapa fimmtíu þúsund manns heimili. Á tímum alvarlegs húsnæðisskorts og stjarnfræðilegs leiguverðs sé ekki verjandi að drottningin hafi til umráða sjö hundruð sjötíu og fimm herbergi með sjötíu og níu baðherbergi.