Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Konungshöllin fyrir almenning

epa04769967 Britain's Queen Elizabeth II and the Prince Consort Prince Philip travel in a horse-drawn carriage from the Palace of Westminster to Buckingham Palace after the Queen's Speech, in London, Britain, 27 May 2015. The Speech outlines the
 Mynd: EPA

Konungshöllin fyrir almenning

06.10.2019 - 09:25

Höfundar

Sex hæðir verða byggðar ofan á Buckingham höll í Lundúnum sem verður heimili fyrir fimmtíu þúsund manns. Þetta er ein tíu tillagna sem þóttu skara fram úr í hönnunarsamkeppni hins þýska Der Spiegel og Bauhaus. Markmið tillögunnar er að skapa höll fyrir almenning á viðráðanlegu verði með nýstárlegum og hugmyndaríkum hætti.

Ungu arkítektarnir á arkitektastofu í höfuðborg Bæjaralands vilja byggja sex hæðir ofan á Buckingham höllina sem verið hefur aðsetur konungdæmisins síðan árið 1837. Með þeim hætti megi skapa fimmtíu þúsund manns heimili. Á tímum alvarlegs húsnæðisskorts og stjarnfræðilegs leiguverðs sé ekki verjandi að drottningin hafi til umráða sjö hundruð sjötíu og fimm herbergi með sjötíu og níu baðherbergi.

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia
Buckingham höll í Lundúnum

Hundrað og fimmtíu tillögur bárust í hönnunarsamkeppnina og voru tíu tillögur valdar í úrslitakeppnina. Höll á viðráðanlegu verði fyrir almenning er ein þessara tíu tillagna sem nú er kosið á milli á heimasíðu blaðsins

Í annari tillögu er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum úr umhverfisvænum efnum sem notar áttatíu prósendum minni orku en hefðbundin hús. Veggir þess eru gróðri þaktir, eingöngu er notast við endurunnið eða hreinsað vatn. Sundlaugin er fyllt regnvatni og hituð með sólarorku og regnvatnið einnig notað til ræktunar í gróðurhúsi. Bílar, reiðhjól og reyndar ótalmargt fleira er samnýtt og máltíðir fyrir alla íbúa í samfélagseldhúsinu. Samskipti íbúanna eiga að fara um sérstakt app sem hannað er fyrir íbúanna. Þegar er hafinn undirbúningur að byggingu svona fjölbýlishúsa í Dortmund, Stuttgart og Hamborg.