Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kona fer í stríð framlag Íslands til Óskarsins

Mynd með færslu
 Mynd: Kona fer í stríð - Skjáskot

Kona fer í stríð framlag Íslands til Óskarsins

20.09.2018 - 09:22

Höfundar

Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk í gær.

Valið stóð á milli níu íslenkra kvikmynda sem uppfylltu skilyrði bandarísku Óskarsverðlauna akademíunnar. Hlin Jóhannedóttir, framleiðandi og formaður ÍKSA, segir að metþáttaka hafi verið í kosningunni í ár enda sjaldan jafnmargar íslenskar kvikmyndir keppt um þennan heiður. 

Kona fer í stríð keppir í flokki erlendra kvikmynda, en sú keppni hefst með forvali Óskarsverðlauna akademíunnar sem tilnefnir fim merlendar kvikmyndir til að keppa endanlega um verðlaunin. Valið á myndunum fimm verður tilkynnt þann 22. janúar 2019.

Auk Óskarsverðlaunanna var Kona fer í strið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins LUX og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Kona fer í stríð tilnefnd til verðlauna

Leiklist

Ósýnilega leikkonan í Kona fer í stríð

Kvikmyndir

Kórstjóri umbreytist í ofurhetju öræfanna

Kvikmyndir

Eins manns her á móti auðvaldinu