Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Koma óþurftarmáli út úr heiminum

24.02.2012 - 19:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Við eigum að krefjast þess að ESB-viðræðurnar verði kláraðar í síðasta lagi fyrir næstu kosningar, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á flokksráðsfundi Vinstri-grænna. „Og kjósa síðan um málið og koma þessu óþurftarmáli út úr heiminum.“

„Þetta ferli hefur orðið allt annað en ég ætlaði,“ sagði Ögmundur um ESB-viðræðurnar. Hann sagði ferlið hafa orðið dýpra, frekara og ágengara en hann hafi átt von á. Hann gagnrýndi harðlega nýlega bókun utanríkismálanefndar Evrópuþingsins. Þar þótti honum evrópskir þingmenn ganga langt í að skipta sér af íslenskum málefnum. Ógeðfelldust hafi verið skilaboðin sem send hefðu til Jóns Bjarnasonar og því fagnað hann væri horfinn úr ríkisstjórn. Þetta sagði hann ógeðfell en að ekkert af þessu kæmi sér á óvart. „Hvert er langlundargeð okkar í þessum efnum? Hversu lengi ætlum við að láta niðurlægja okkur með yfirlýsingum af því tagi sem ég var að vísa í hér?“

Hann sagði að skilaboðin frá Vinstri-grænum til samninganefndar Íslands og Evrópusambandsins ættu að vera skýr. Lyktir ættu að fást í viðræðurnar áður en gengið væri til næstu þingkosninga, og þá í síðasta lagi ætti af afgreiða málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.