Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kolbrún og Karl efst hjá Flokki fólksins

Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV
Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir lista Flokks fólksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir áherslumál flokksins verða að bæta stöðu þeirra sem eru verst settir í borginni en önnur kostnaðarsöm verkefni, svo sem borgarlínan, mæti afgangi.

Inga Sæland, formaður flokksins kynnti framboðslista flokksins í Reykjavík í dag en flokkurinn býður nú fram í fyrsta sinn á sveitastjórnarstigi. Í öðru sæti á listanum er Karl Berndsen, hárgreiðslumeistari. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, er í þriðja sætinu. 

Efstu tíu frambjóðendur eru eftirfarandi:

 

  1. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur.
  2. Karl Berndsen, hárgreiðslumeistari.
  3. Ásgerður Jóna Flosadóttir, viðskiptafræðingur og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
  4. Þór Elís Pálsson, kvikmyndaleikstjóri.
  5. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður.
  6. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki.
  7. Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði.
  8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari.
  9. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur.
  10. Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir