Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kolbeinn vann en tímatakan klikkaði

Mynd: Mummi Lú / RÚV

Kolbeinn vann en tímatakan klikkaði

14.07.2019 - 19:55
Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum lauk á Laugardalsvelli síðdegis í dag. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann öruggan sigur í 200 metra hlaupi kvenna á mótinu en tímataka klikkaði í 200 metra hlaupi karla.

Guðbjörg Jóna keppti ekki í 100 metra hlaupinu í gær en var hins vegar mætt til leiks í 200 metra hlaupið í dag. Eftir að keppendur komu út úr beygjunni og hlupu síðari 100 metrana í úrslitahlaupinu var strax ljóst að Guðbjörg Jóna kæmi fyrst í mark. Sú varð raunin og var sigurtími hennar 24,51 sekúnda. Hún var 0,7 sekúndum á undan næstu konu í mark. Guðbjörg Jóna er því Íslandsmeistari í 200 meta hlaupi 2019.

Hjá körlunum mátti búast við harðri keppni milli Ara Braga Kárasonar og Kolbeins Haðar Gunnarssonar rétt eins og í 100 metra hlaupinu í gær. Aftur var spennan mikil milli þeirra í dag í 200 metra hlaupinu en á síðustu metrunum var ljóst að Kolbeinn Höður hefði betur og kæmi fyrstur í mark. Hins vegar klikkaði tímatakan og því veit enginn hver sigurtími Kolbeins var.

Sigurhlaup þeirra Guðbjargar og Kolbeins auk ummæla þeirra eftir hlaupin má sjá í spilaranum að ofan.

Tengdar fréttir

Frjálsar

ÍR fagnaði sigri þriðja árið í röð

Frjálsar

Erna Sóley setti mótsmet

Frjálsar

Kærustupar vann í 100 metra hlaupi