Klæðum okkur eins og sjónvarpskarakterar

Mynd: RÚV / RÚV

Klæðum okkur eins og sjónvarpskarakterar

16.07.2018 - 15:05
Sjónvarpsþættir hafa frá örófi alda haft áhrif á ýmislegt í lífi okkar. Föt og tíska eru þar ekki undanskilin og í tískuhorni þessarar viku ætlar Karen Björg Þorsteinsdóttir að rýna enn frekar í þetta.

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að tala um áhrif sjónvarpsþátta án þess að minnast á Friends. Auk þess að hafa haft gífurlega áhrif þegar þættirnir komu út á sínum tíma hafa vinsældir þeirra í nútímanum orðið til þess að augljós ummerki má í tísku okkar í dag. „Í fyrstu seríunum er Joey eins og hann eigi fataskáp úr Húrra Reykjavík,“ kemur Karen með sem dæmi.

Það sýnir hvernig tiskan gengur í hringi að það sem þótti flott á þeim tíma sem þættirnir komu út, þykir enn í dag klæðilegt. Þetta á þá sérstaklega við klæðnað bæði Rachel og Monicu í þáttunum.

Mynd með færslu
 Mynd: Pinterest
Rachel og Monica voru einar af helstu tískufyrirmyndum tíunda áratugsins og eru það jafnvel enn í dag

Annað augljóst dæmi um þætti sem höfðu mikil áhrif á tísku eru Gossip Girl sem voru í sýningu á árunum 2007 til 2012. Allir vildu vera eins og Chuck, Nate, Blair og Serena.

Mynd með færslu
 Mynd: Pinterest
Bestu vinkonurnar Blair og Serena voru innblástur fyrir marga

Hártískan hverju sinni er oft ekki síður innblásin af sjónvarpsþáttum. Þannig væri til að mynda hægt að rekja vinsældir síðs hárs og skeggs til vinsælda þátta eins og Game of Thrones. 

Í þáttunum Mad men er fáguð jakkafatatíska áberandi sem og sleikt hár, Karen telur þá ekki síður áhrifamikla. 

Mynd með færslu
 Mynd: Pinterest
Sleikt eða slegið, Mad men eða Game of Thrones?

Þó svo að flest merki sjónvarpsþátta sjáist í hinu daglega lífi þá eru sumir þættir sem ná svo langt að komast á tískupallana. Hönnuðurinn Vera Wang var til að mynda augljóslega undir áhrifum þáttanna vinsælu, Handsmaid tale, í einni af línum sínum.

Mynd með færslu
 Mynd: Pinterest

Karen Björg Þorsteinsdóttir, tískuspekingur Núllsins, er 24 ára útskrifaður sálfræðinemi og uppistandari frá Grenivík. Hún er líka pistlahöfundur hjá Nude Magazine. Hægt er að fylgjast með Karen á Instagram.