Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kjörstöðum lokað í skugga árása í Afganistan

28.09.2019 - 15:48
epa07876662 Workers of  Independent Election Commission of Afghanistan count the votes after the presidential elections in Kabul, Afghanistan, 28 September 2019. The Afghan presidential elections take place nationwide amidst a maximum security alert over the looming threat of violence by Taliban insurgency. A national peace and a stronger economy are Afghan voters' main concerns as the country heads to the polls for its fourth presidential election since the fall of the Taliban regime in 2001.  EPA-EFE/JAWAD JALALI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kjörstöðum hefur verið lokað í forsetakosningunum í Afganistan. Árásir og ásakanir um spillingu vörpuðu skugga á kosningarnar og búist er við því að þátttaka hafi verið með minna móti.

Talíbanar gerðu árásir á marga kjörstaði víða um landið í dag í von um að hafa áhrif á kosningaþátttöku. Hert öryggisgæsla kom í veg fyrir stærri árásir sem Talíbanar voru búnir að boða, en þó er að minnsta kosti einn almennur borgari látinn og tveir lögreglumenn. Þá eru að minnsta kosti 37 særðir eftir minni árásir.

Áhyggjur af öryggi var ekki það eina sem fældi fólk frá kjörstöðum, því ýmis tæknileg vandræði ollu því að hlutirnir gengu hægt fyrir sig á kjörstöðum. Vegna þessa voru sumir þeirra opnir lengur en áætlað var.  

Ekki er búist við fyrstu tölum úr kosningunum fyrr en eftir miðjan október og lokaniðurstöðu í byrjun nóvember. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem fengu flest atkvæði.

Ashraf Ghani, núverandi forseti, sækist eftir endurkjöri. Talið er að Abdullah Abdullah veiti Ghani harðasta keppni um forsetaembættið.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV