Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Kjörsókn getur riðlað fylginu

Mynd með færslu
 Mynd:
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að kjörsókn geti riðlað fylgi framboðanna í Reykjavík. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun næðu sex flokkar inn manni í borgarstjórn. Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt og umræðan um lóð undir mosku hefur aukið fylgi Framsóknar og flugvallarvina.

Niðurstöður um fylgi flokkanna í Reykjavík eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 23. – 29. maí 2014. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup, en úrtakið ísímakönnuninni var tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 1.915 manns, 18 ára eðaeldri. Þátttökuhlutfall var 59,8%

Samkvæmt könnuninni heldur Samfylkingin áfram að bæta við sig og er nú með 36,7 prósent, fékk í  síðustu könnun 30,8  og hefur tvöfaldað fylgi sitt síðan í febrúar.  

Björt framtíð mælist með 17,8 prósenta fylgi en var síðast með 20,6. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar aðeins, mælist nú með 22,6 prósent en var með 23,8. Fylgi Pírata er 6.3 prósent  og minnkar en þeir mældust með 9,8 í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna dalar líka örlítið frá síðustu könnun. Þeir mældust með 8,4% en eru nú með 7,9.  Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir bæta við sig fylgi. Voru með 4,1 % en eru nú með 6,9.  

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að umræðan um lóð undir mosku hafi haft áhrif. Hann segir þó rétt að hafa í huga að Framsóknaraflokkurinn og flugvallarvinir hafi verið að bæta við sig áður en sú umræða fór af stað. Hann hafi mælst í 5,3 prósentum í einhverri könnun. „En það er mjög líklegt hins vegar að moskuáhrifin hafi frekar aukið fylgið heldur en minnkað það.“

Ólafur segir að helsti óvissuþátturinn í kosningunum sé í raun kjörsóknin. „Hún minnkaði verulega síðast, ef hún heldur áfram að minnka þá gætu þessar fylgistölur flokkanna riðlast.“

Kjörsókn á landinu öllu var í síðustu kosningum 73 prósent og hafði þá aldrei áður farið niður fyrir 80 prósent